Skilmálar
Pöntun er afgreidd úr vefverslun eins fljótt og hægt er, en aldrei seinna en 24 tímum eftir að pöntun hefur verið greidd. Þegar greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Réttur er áskilinn til að staðfesta pantanir símleiðis í undantekningartilfellum. Pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
Afhendingartími
Afhendingartími innanlands með Íslandspósti er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send á uppgefin afhendingastað kaupanda eða á næsta pósthús ef heimkeyrsla er ekki í boði. Gætið að því að fylla út réttar upplýsingar um heimilisfang við pöntun til að tryggja rétta afhendingu. Einnig er ávallt velkomið að sækja vörurnar í verslun okkar að Hallveigarstíg 10a á opnunartíma.
Verð
Öll verð í netverslun eru með 24% virðisaukaskatti (vsk) og eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur. Áskilur Ungfrúin góða sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef vara er af e-m ástæðum ekki til á lager er kaupandi látinn vita og honum boðin endurgreiðsla hafi greiðsla farið fram. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Ef sendingarkostnaður leggst við vöruverð kemur sá kostnaður fram í kaupferli áður en greitt er fyrir vöru.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin, en 14 daga skilafresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda, skv. g.lið 1. mgr. 5. gr. Laga nr. 16/2016.
Neytandi getur tilkynnt seljanda um ákvörðun sína með því að nota samræmt staðlað uppsagnareyðublað, sbr. g-lið 5. gr., sem hægt er að nálgast hér;(https://www.neytendastofa.is/library/Files/Neytendarettarsvid/ey%C3%B0ubla%C3%B0_.docx) eða með annarri ótvíræðri yfirlýsingu og senda á tölvupóstfang verslunarinnar, ungfruingoda@ungfruingoda.is
Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Á skilavörum ber kaupandi kostnaðinn af endursendingar gjöldum
Gölluð vara
Ef kaupandi kaupir gallaða vöru í vefverslun Ungfrúnnar góðu og verslunin samþykkir gallann þá er boðið upp á viðgerð, ný vara boðin , afsláttur eða endurgreiðsla allt í samráði við kaupanda og er hvert mál skoðað fyrir sig. Ef ágreiningur rís upp vegna galla er þriðji aðili látin meta hvort um galla sé að ræða.
Hægt er að leggja mál fyrir Kærunefnd vöru og þjónustukaupa, Borgartúni 21, 105 Reykjavík hér; https://kvth.is/#/
Um rétt neytanda vegna galla vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003. Neytendur hafa 2 til jafnvel 5 ár sé um að ræða vöru sem er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist, frá móttöku söluhlutar til að leggja fram kvörtun vegna galla sbr. 2. mgr. 27. gr. laganna.
Greiðslur
Við bjóðum upp á greiðslur með kredit- og debetkorti og fer greiðsla í gegnum greiðslugátt Borgunar. Einnig er hægt að greiða fyrir vörur með millifærslu eða með Netgiro.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Lög og varnarþing
Þessi ákvæði og skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þessa skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Vinsamlegast hafið samband við okkur í síma 551-2112 eða sendið okkur tölvupóst á ungfruingoda@ungfruingoda.is ef spurningar vakna.