Sækja um starf

Ungfrúin góða óskar eftir starfskrafti! ✨

Phillipa Press-M Bukser - Grøn
Ungfrúin góða er lítil en ört stækkandi verslun og vefverslun með kvenfatnað, leðurtöskur og fylgihluti ásamt ýmsum gjafavörum.
Það er alltaf pláss hjá Ungfrúnni fyrir drífandi og duglega einstaklinga sem vilja vera partur af þessu litla krúttlega ævintýri 🥰
Um hlutastarf (allt að 50% vinna) er að ræða með möguleika á meiri vinnu, allt eftir samkomulagi. Unnið sirka 3 daga vikunnar og annan hvern laugardag.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst 🌿
▫️
Starfið felur í sér:
-almenna afgreiðslu og þjónustu í verslun okkar að Hallveigarstíg 10a.
-aðstoð við auglýsinga og markaðsmál
-vinnu við vefverslun og samfélagsmiðla sem verslunin nýtir sér
-öll önnur tilfallandi störf sem sinna þarf í lítilli verslun sem þessari
▫️
Hæfniskröfur
Viðkomandi þarf að:
- hafa ríka þjónustulund
-hafa góða íslensku kunnáttu
-geta unnið sjálfstætt
-hafa áhuga á tísku og hönnun
-hafa áhuga á markaðs- og auglýsingamálum
-hafa þekkingu á helstu samfélagsmiðlum
-hafa náð 20 ára aldri
-kostur er einnig að þekkja til shopify vefverslunarkerfisins en ekki nauðsyn.
▫️
Fyrir frekari upplýsingar eða ef þú vilt sækja um þá máttu senda tölvupóst á ungfruingoda@ungfruingoda.is 💜